Signet

Spurt og svarað

Þessa virkni er að finna í Signet team.

Skoðunaraðilar hafa lesaðgang að skjalinu í Signet, geta hlaðið því niður og fylgst með stöðu þess, þ.e. hvaða undirritendur hafa undirritað skjalið.

Skoðunaraðila er bætt við með því að virkja Stillingar og haka við Leyfa skoðunaraðila. Þá birtist takki til þess að bæta við skoðunaraðila.



Hægt er að velja staðsetningu undirritunarstimpilsins í skjali fyrir sérhvern undirritanda.

Staðsetning undirritana er valin með því að virkja Stillingar og haka við Stýra staðsetningu. Þá birtist felligluggi með fyrirfram ákveðnum reitum og reitur fyrir númer blaðsíðu.



Til þess að láta undirrituninarstimpilinn birtast á öftustu blaðsíðunni í skjalinu getur þú sett inn gildið 0 sem blaðsíðu.

Athugaðu að ekki er hægt að setja inn texta með undirritun þegar staðsetning undirritunar er valin.

Hér getur þú sótt skjal með yfirskrift fyrir staðsetningu undirritana á Word formi.