Um Signet

Signet er vettvangur í Skýinu sem einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér til að undirrita allar tegundir af skjölum. Sem dæmi má nefna lán, samningar, fundargerðir, eignaskiptayfirlýsingar, kaupmálar eða hvað annað sem þarfnast undirritunar. Eina skilyrðið er að skjalið sé á PDF formi.

Rafræn undirritun er jafngild hefðbundinni undirritun

Signet styður fullgild rafræn skilríki frá Auðkenni. Undirritanir sem gerðar eru með Signet standast kröfur laga nr 28/2001 til fullgildra rafrænna undirritana og eru því lagalega séð jafngildar hefðbundinni undirritun með penna.

Ekki þörf á vottum

Skjöl sem eru undirrituð með Signet eru með svokallaðri langtíma undirritun, sem táknar að undirritunin inniheldur vottaða tímasetningu sem og staðfestingu á því að rafrænu skilríkin sem beitt var voru í gildi þegar undirritunin var framkvæmd. Þetta táknar með öðrum orðum að skjölin eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.

Öryggi

Signet er afar öruggt, hannað af öryggissérfræðingum Advania. Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum. Öll samskipti eru dulkóðuð sem og allar upplýsingar sem settar eru inn í Signet. Þannig eru öll skjöl sem send eru inn í Signet, á dulkóðuðu formi. Notendur Signet geta treyst að undirritendur eru þeir einu sem mögulega geta séð viðkomandi skjal.

Ávinningur

Mikill ávinningur er af því að nota Signet. Hægt er að undirrita skjöl hvar sem er svo fremi sem notandinn hafi aðgang að Internetinu og rafræn skilríki í símanum sínum eða á snjallkorti. Signet sparar sporin þannig að ekki þarf lengur að flakka milli staða til þess eins að skrifa undir skjöl.

Helsti ávinningur af notkun Signet:

Verð

Ekkert kostar að skrá sig inn í Signet né undirrita skjöl sem hefur verið hlaðið inn í Signet. Eingöngu þeir sem senda skjöl í undirritun þurfa að kaupa áskrift.

Fyrir þá sem senda skjöl í undirritun eru nokkrir áskriftarmöguleikar í boði með mismiklu magni undirritana inniföldum í hverjum mánuði. Hafi áskrift ekki verið sagt upp fyrir lok áskriftartímabils framlengist áskriftin sjálfkrafa um annað áskriftartímabil. Sé notkunin meiri en sem nemur því sem innifalið er í mánaðaráskriftinni getur notandi haldið áfram að nota þjónustuna og greitt fyrir umfram notkun í lok tímabilsins. Áskrift er sagt upp með því að senda tölvupóst á signet@signet.is

Hægt er að auka virkni áskriftar gegn gjaldi (gull áskrift). Gull áskrift gefur áskrifanda möguleika á að hlaða inn mörgum skjölum í einu og möguleika á að senda skjöl í undirritun á aðra án þess að þurfa sjálf(ur) að undirrita. Hægt er að senda áminningar á þá sem eiga eftir að ljúka undirritun. Líftími skjals er fimm mánuðir í gull áskrift í stað eins mánaðar í venjulegri áskrift.

Greitt er fyrir áskriftina með greiðslukorti.


Áskrift


Gull áskrift

50 Undirritanir á mánuði
kr. KAUPA
125 Undirritanir á mánuði
kr. KAUPA
250 Undirskriftir á mánuði
kr. KAUPA
500 Undirskriftir á mánuði
kr. KAUPA
25 Undirritanir á mánuði
kr. KAUPA